Nokia 2600 classic - Gagna­flutningur

background image

Gagnaflutningur

Hægt er að flytja gögn (dagbók, upplýsingar um tengiliði

og minnismiða) í og úr samhæfum tölvum, samhæfu tæki,

eða um internetmiðlara (sérþjónusta).

S t i l l i n g a r

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

36

background image

Flutningur gagna í annað tæki

Ef þú vilt afrita eða samstilla gögn úr símanum þínum

verður heiti tækisins sem flytja á gögn í, ásamt stillingum

þess, að vera á listanum yfir heimiluð tæki.
Ef þú vilt bæta nýjum tengilið við listann (til dæmis

farsíma) skaltu velja Valmynd > Stillingar > Tengi-

möguleikar > Gagnaflutn. > Valkost. > Bæta við

tengilið > Samstilling síma eða Afritun síma og slá inn

stillingar í samræmi við flutningsgerðina.

Gagnaflutningar með samhæfu tæki

Notaðu Bluetooth-tengingu fyrir samstillingu. Kveikt

verður að vera á gagnamóttöku hins tækisins.
Til að hefja gagnaflutning velurðu Valmynd >

Stillingar > Tengi-möguleikar > Gagnaflutn. og svo

tæki af listanum, fyrir utan Samst. miðlara eða Samst.

tölvu. Valin gögn eru afrituð eða samstillt í samræmi við

þær stillingar sem eru valdar.

Samstilling úr samhæfri tölvu

Til að samstilla gögn úr dagbók, minnismiðum og

tengiliðum í tölvu skaltu setja upp Nokia PC Suite

hugbúnað símans á tölvunni. Notaðu Bluetooth fyrir

samstillingu og ræstu samstillinguna í tölvunni.

S t i l l i n g a r

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

37

background image

Samstilling frá miðlara

Ef nota á ytri internetmiðlara þarftu að gerast áskrifandi

að samstillingarþjónustu. Þú færð nánari upplýsingar og

nauðsynlegar stillingar fyrir þjónustuna hjá

þjónustuveitunni.
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengi-möguleikar >

Gagnaflutn. > Samst. miðlara til að ræsa samstillinguna

í símanum.