Texta- eða margmiðlunarskilaboð búin til
1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð >
Skilaboð.
2. Viðtakendum er bætt við með því að fletta að Til:
reitnum og slá inn númer viðtakandans eða
tölvupóstfang hans, eða velja Bæta við til að velja
viðtakendur úr valkostum sem eru til staðar. Veldu
Valkost. til að bæta við viðtakendum og efni og til að
velja sendikosti.
3. Flettu að Texti: reitnum og sláðu inn texta
skilaboðanna.
S k i l a b o ð
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
25
4. Til að bæta efni við skilaboðin flettirðu að
viðhengjastikunni neðst á skjánum og velur gerð
efnisins.
5. Ýttu á Senda til að senda skilaboðin.
Skilaboðagerðin er táknuð efst á skjánum og breytist
sjálfkrafa eftir efni skilaboðanna.
Þjónustuveitur kunna að taka mismunandi gjald eftir
gerðinni. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.